Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Það var mikið gleðiefni í vikunni þegar ljóst var að allir starfsmenn skólans yrðu bólusettir. Við óttuðumst að þetta myndi hafa veikindi í för með sér. Sem betur fer voru þau mun minni en við áttum von á. Við þurftum því ekki að grípa til neinna aðgerða vegna þess.

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Vikupóstur stjórnenda

Þá er enn ein góð vika að baki í skólastarfinu. Meðal þess sem bar í vikunni var að 8. bekkur kom heim í dag eftir vel heppnaða daga í Ungmennabúðum á Laugarvatni. Þá fengum við góða fræðslu frá Heilsulausnum um vímuefnagjafa í samstarfi við Félagsmiðstöðina X-ið. Ég er mjög ánægð með það samstarf sem náðst hefur með forstöðumanni X-isins. Ég tel mjög mikilvægt að við séum með gott samstarf því það er jú þannig að við erum að vinna með sömu krakkana.

Vikupóstur stjórnenda

Vikan var í heild sinni mjög góð. Skipulagsdagurinn gekk vel og margt fróðlegt sem þar kom fram.

Vikupóstur stjórnenda

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Atburðarás síðasta sólarhringinn hefur verið hröð og hægt að segja að hægt hefði verið að standa betur að upplýsingagjöf. Það má þó segja að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og mun ég örugglega læra af því. Alla vega vil ég biðjast velvirðingar ef þetta hefur komið illa við ykkur.

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi Stöður kennara frá 1. ágúst 2021 80 - 100% ótímabundin staða á unglingastigi (stærðfræði, náttúrufræði, valgreinar) 60 ? 80% ótímabundin staða í smíðakennslu 60 ? 85% ótímabundin staða í heimilisfræði og sköpun

Vikupóstur stjórnenda

Í vikunni litu nýjar sóttvarnarreglur ljós. Þar er helst að nefna að fjöldi starfsmanna í rými er aftur 20 manns og nálægðartakmörkun verður aftur 1 metri. Ef við náum ekki að halda þeirri fjarlægð er skylt að nota andlitsgrímur hvort heldur sem er vegna samstarfsfólks eða nemenda. Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.

Hressing í Regnbogalandi

Regnbogaland býður uppá hressingu fyrir þá sem eru með vistun til kl 16:00.

Vikupóstur stjórnenda

Það má segja að páskaleyfi nemenda hafi hafist með mjög skjótum hætti enda reglur um sóttvarnir hertar á miðnætti miðvikudagsins. Þegar nýjar reglur um skóla komu kom í ljós að nemendur eru undanþegnir öllum reglum því gátum við hafið hefðbundið skólastarf. Vonandi náum við að klára skólaárið með þeim hætti.

Laus staða

Aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskólans í Stykkishólmi.