Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Það má segja að páskaleyfi nemenda hafi hafist með mjög skjótum hætti enda reglur um sóttvarnir hertar á miðnætti miðvikudagsins. Þegar nýjar reglur um skóla komu kom í ljós að nemendur eru undanþegnir öllum reglum því gátum við hafið hefðbundið skólastarf. Vonandi náum við að klára skólaárið með þeim hætti.  
 
Á döfinni  
 
Við höfum því miður þurft að fresta öllum viðburðum þar sem foreldrar eru með í spilinu sem og viðburðum sem fara á milli skóla. Þannig þurftum við að fresta skíðaferð 7. bekkjar og List fyrir alla sem vera átti fyrir 1. - 5. bekk í Stykkishólmskirkju í gær fimmtudag. Einnig munu árshátíðir í 1., 5. og 6. bekk frestast að minnsta kosti fram yfir næstu endurskoðun á sóttvarnarreglum 15. apríl. Að lokum frestast Stóra upplestrarkeppnin sem ætti að fara fram í næstu viku. 
 
Tilkynningar  
 
Lilja Írena mun verða í veikindaleyfi út apríl eins og staðan er núna.  
 
Hafið það sem allra best um helgina ?  
 
Berglind