Stagley

Stagley er skapandi verkefnaver og skjól fyrir unglinga í Grunnskólanum í Stykkishólmi (GSS).

Þemað í upphafi skólaársins 25–26 er “skemmtigarðar”.
Nemendur nota LEGO til að kynnast heim skemmtigarða. Þeir byggja rússíbanasett og fræðast um hönnun, upplifun, samvinnu og gleði.

Fjölbreytt verkefni og öpp eru notuð í starfinu.
Unnið er m.a. með Excel, Word, PowerPoint og Canva til að búa til, greina og kynna verkefni af ýmsum toga.
Einnig er lögð áheyrsla á raunverulegar tölur og gögn í öllum verkefnum.
Nemendur vinna með og greina gögn sem eru ekki skálduð. þar á meðal eru reikningar, tölur og upplýsingar er tengjast kaupum og innflutningi á LEGOi frá Evrópu til Íslands.
Fræðsla og umræður um sögu og samtímann eru einnig mikilvægur þáttur í Stagleyjarstarfinu.
Horft er á þættina *Behind the Attraction* (Disney+) og *Hatur* (RÚV) til að efla gagnrýna hugsun og félagslega meðvitund.

Við í Stagley leggjum áhersla á:
• Sjálfstæði
• Sjálfstraust
• Samvinnu
• Jákvætt og öruggt námsumhverfi

Við trúum jafnframt á að allir geti tekið þátt og geti bætt sig! Áfram Stagley!