Samstarf heimilis og skóla

Það er sameiginlegt hlutverk skólans og heimilanna að búa nemendur undir lífið. Í því felst bæði að fræða og ala nemendur upp. Með góðu samstarfi þessara aðila er lagður grunnur að árangursríku skólastarfi. Skólinn leggur áherslu á góð tengsl við heimilin og að samskipti heimila og skóla séu virk. Til að svo megi verða er gott upplýsingastreymi nauðsynlegt.

Umsjónarkennarar hvers bekkjar halda kynningarfundi fyrir foreldra að hausti þar sem vetrarstarf hvers bekkjar er rætt, námsefni kynnt og önnur mál sem brenna á foreldrum eru tekin til umræðu.

Umsjónarkennarar eiga öðrum fremur að fylgjast með námi og þroska allra nemenda sem þeir hafa umsjón með. Þeir eru einnig tengiliður foreldra við skólann og hafa samvinnu við foreldra eftir þörfum og geta foreldrar leitað til umsjónarkennara ef einhverjar spurningar vakna um nám eða líðan barns þeirra í skólanum. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ná samandi við umsjónarkennara er besta leiðin að senda tölvupóst til viðkomandi kennara. Sjá netföng hér

Foreldrafundir eru í upphafi skólaárs og foreldraviðtöl um miðjan janúar tengt námsmati og eru nemendur koma allajafna með í viðtalið.