Leyfisbeiðnir

Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundið leyfi þess frá skólasókn er skólastjóra heimilt að veita slíkt leyfi í samráði við umsjónarkennara telji hann til þess gildar ástæður. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á leyfinu stendur. Þegar leyfisbeiðni hefur verið veitt er það á ábyrgð foreldra að hafa samband við þá kennara sem koma að barni þeirra og fá námsáætlun/námsefni til þess að dragast ekki aftur úr.

Umsóknarform fyrir leyfisbeiðni

Leyfi


Umsjónarkennari og ritari hafa heimild til að veita leyfi í 1 eða 2 daga, enda sé haft samband með fyrirvara.Öll leyfi til lengri tíma veitir skólastjóri að fenginni beiðni frá foreldrum.

Veikindi

Öll veikindi nemenda ber að tilkynna daglega í skólann áður en kennsla hefst eða eins fljótt og hægt er. Foreldrar geta sent inn tilkynningu í gegnum Innu, sent tölvupóst á klaudia@stykk.is eða hringt í síma 433-8177.

Öll forföll í íþróttum og sundi þarf að tilkynna til ritara.

Eftir veikindi hafa nemendur 1.-6. bekkjar leyfi til þess að vera inni í frímínútum í tvo daga. Nemendur hafa ekki leyfi til þess að vera inni í frímínútum nema eftir veikindi.



Skólasókn

Allar fjarvistir nemenda eru skráðar, hvort sem um er að ræða veikindi, fjarvistir með leyfi eða án leyfis. Komi nemandi of seint í kennslustund er það einnig skráð. Yfirlit um skólasókn nemenda er sent til foreldra með vitnisburðarblöðum í lok hverrar annar.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um skólasókn nemenda með því að hafa samband við skrifstofu skólans eða umsjónarkennara nemandans.



Tilkynningar um veikindi eru skráðar með því að fara inn í Innu.

Umsóknir um leyfi þarf að sækja hér. Vinsamlegast fyllið út formið hér að ofan.