Starfsþróunaráætlun

Menntun er ævilangt ferli. Símenntun er mikilvæg til þess að auka þekkingu og færni starfsfólks. Hún stuðlar að þróun í starfi og eykur ánægju starfsfólks. Hver starfsmaður í Grunnskóla Stykkishólms ber ábyrgð á því að viðhalda færni sinni og endurnýja þekkingu.

Starfsþróunaráætlun Grunnskólans í Stykkishólmi á að vinna að markmiðum sem lýst er í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 gr. 12 og kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) við Kennarasamband Íslands (KÍ), kjarasamningum Starfsmannafélags- Dala og Snæfellsnessýslu og kjarasamningum Verkalýðsfélags Snæfellinga.

Hér má sjá Starfsþróunaráætlun Grunnskólans í Stykkishólmi skólaárið 2024 - 20235