Hnetulaus skóli

Í flestum skólum er einhver með bráðaofnæmi, ýmist börn eða starfsfólk. Bráðaofnæmi eru skjót og lífshættuleg ofnæmisviðbrögð
þar sem ofnæmisvaldurinn er oftast fæða, lyf eða skordýrabit.

Í Grunnskólanum í Stykkishólmi hefur barn verið greint með bráðaofnæmi fyrir hnetum.

Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum.

Af þessum ástæðum hefur sú stefna verið tekin að Grunnskólinn í Stykkishólmi verði hnetulaus skóli. Í því felst að matur innan skólans innihaldi ekki hnetur að neinni gerð, hvorki jarðhnetur eða trjáhnetur
(pekanhnetur, kasjúhnetur, möndlur o.fl.).