Stoðþjónusta er samheiti yfir stuðningskerfi sem styður við almenna kennslu innan skólans. Stoðþjónusta getur falist í ráðgjöf til kennara varðandi kennslu eða annað er snýr að nemendum. Helstu verkefni stoðþjónustu snúa þó að nemendum og varða kennslu og stuðning til lengri eða skemmri tíma og/eða mat á stöðu þeirra.
Stoðþjónustan nær yfir sérkennslu og stuðning, námsráðgjöf og sálfræðiaðstoð og innan hennar starfa eftirfarandi aðilar:
Sérkennarar sjá um sérkennslu ýmist í hópum eða einstaklingsbundiðí sérkennslustofu/námsveri.Hópkennslan er ekki bundinviðbekkeðaárgang, heldur geta nemendurmeðsambærilegviðfangsefniunnið saman í námsveri.Þeir aðstoða kennara við aðlögun námsefnis og námsmats þegar þörf er á og vinna einstaklingsnámskrár og áætlanir fyrir nemendur í samvinnu við kennara og þroskaþjálfa.
Þroskaþjálfar vinna í flestum tilfellum með ákveðnum nemendum en geta einnig stutt við nemendahópa til dæmis í félagsfærniþjálfun. Þeir vinna náið með kennurum og sérkennurum að gerð einstaklingsnámskrár, sjónræns skipulags og áætlana fyrir nemendur.Veitir ráðgjöf og leiðbeiningar um einstaka nemendur.
Stuðningsfulltrúar vinna undir leiðsögn sérkennara,kennara og þroskaþjálfa við að styðja nemendur námslega og félagslega. Þeir vinna mest inni í bekk bæði með einstaklingum og hópum.
Náms- og starfsráðgjafi er með viðveru í skólanum einu sinni í viku. Sinnir persónulegri ráðgjöf, m.a. þar sem nemendur fá aðstoð vegna kvíða, reiði og annarra persónulegra málefna sem hafa áhrif á líðan og nám. Einnig styður hann nemendur og liðsinnir í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Jafnframt sinna þeir ráðgjöf til kennara.
Skólasálfræðingar annast athugunar og greiningar á nemendum sem eiga mögulega í sálrænum, félagslegum eða námslegum erfiðleikum. Einnig sinnir hann ráðgjöf og leiðbeiningum til foreldra og starfsmanna skóla um uppeldi og kennslu varðandi einstaka nemendur og hópa.Sálfræðileg aðstoð við nemendur sem eiga í sálrænum erfiðleikum með það að leiðarljósi að nemandinn nái tökum á eigin vanda og ef hann reynist mikill að vísa barninu rétta leið. Heldur utan um skilafundi greininga í samvinnu við deildarstjóra stoðþjónustu og sendir niðurstöður greininga áfram á viðeigandi aðila til þess að nemandinn fái fullnaðargreiningu þegar þess gerist þörf.
Talmeinafræðingur annast greiningar á tal- og málmeinum (framburðarerfiðleika, seinkaðs málþroska, stams og raddvanda) hjá nemendum og veitir ráðgjöf til foreldra/forsjáraðila og kennara. Einnig tekur hann nemendur með framburðarfrávik í framburðarþjálfun.
Skólahjúkrunarfræðingur er með það markmið að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Túlkaþjónusta á pólsku er í boði í grunnskólanum. Túlkur situr teymisfundi, foreldrafundi og annað sem foreldrar og forráðamenn óska eftir og aðstoðar eftir þörfum.
W szkole podstawowej dostępna jest usługa tłumacza języka polskiego.
Stoðþjónustan starfar í samræmi við lög um grunnskóla, reglugerð um nemendur með sérþarfir og reglugerð um sérfræðiþjónustu í skólum. Samkvæmt þeim lögum er skóli án aðgreiningar sú stefna sem unnið er eftir í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Í því felst, samkvæmt reglugerð nr. 585/2010, að skólinn sé fyrir öll börn á skólaskyldualdri, sem búa í Stykkishólmi, og eru á skólaskyldualdri og að komið sé til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra í almennu skólastarfi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi.
Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga í erfiðleikum með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengda erfiðleika teljast einnig til nemenda með sérþarfir.