Móttaka nýrra nemenda

Móttökuáætlun nýrra nemenda við Grunnskólann í Stykkishólmi

Þegar nýr nemandi hefur nám við skólann innritar foreldri hann hjá ritara skólans. Ritari sér um að koma upplýsingum til skólastjórnenda og sendir tölvupóst á alla starfsmenn skólans þar sem vakin er athygli á að nýr nemandi muni hefja nám við skólann. Við innritun bókar ritari eða skólastjórnandi tíma í móttökuviðtal. Viðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi og umsjónarkennari.


Undirbúningur viðtals

Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda og hvenær móttökuviðtal fer fram.
Umsjónarkennari undirbýr nemendur fyrir komu nýs nemanda
Skólaritari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skóladagatal, skólareglur, stundaskrá, starfsáætlun, upplýsingar um mötuneyti og nestismál o.fl.


Móttökuviðtal

Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir foreldrum og nemandanum í móttökuviðtalinu:


Stundaskrá nemandans. Farið yfir hverja kennslustund þannig að ljóst sé um hvaða námsgrein er að ræða
Íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar.

Foreldrar/forráðamenn fylla út eyðublað með upplýsingum um símanúmer og netföng foreldra/forráðamanna ásamt fleiru. 
Skólinn útvegar öll ritföng
Skóladagatal. Farið yfir þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar.
Símanúmer skólans, heimasíða og netföng kynnt.
Skólareglur og mætingaskylda.
Mötuneyti og nestismál.
Félagsmiðstöðin X-ið kynnt fyrir nemendum í 6. - 10. bekk
Ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum.
Hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum.
Hlutverk foreldra hvað snertir heimanám og samstarf heimilis og skóla.
Upplýsingakerfi skólans kynnt fyrir foreldrum.
Foreldri/forráðamaður fyllir úr eyðublað með persónuupplýsingum.
Farin kynnisferð um skólann.

 

Eyðublað um upplýst samþykki sem gott er að fylla út og koma með fyrir móttökuviðtal.