Regnbogaland

Við skólann er nemendum 1. - 3. bekkjar boðið upp á lengda viðveru innan skólans. Þar er lögð áhersla á að börnunum líði vel í leik og útiveru.
Regnbogaland er opið frá kl 13:10 til 16.15 alla virka daga og geta nemendur fengið keyptan hádegismat og síðdegishressingu. Hægt er að fá vistun til kl. 14:30, 15:00, 15:30 16:00 eða 16:15. Einnig er hægt að velja hversu marga daga vikunar sótt er um.

Hægt er að senda inn umsókn fyrir Regnbogaland í Völu.

Sími í Regnbogalands er 833 6473

Netfang Regnbogalands er regnbogaland@stykk.is

Upplýsingar um almenna skilmála og gjaldskrá ná nálgast á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.
Starfsemi Regnbogalands tekur alltaf mið af þeirri aðstöðu sem skólinn hefur yfir að ráða. Á það jafnt við um húsnæði, útiaðstöðu og mannafla.

Starfsfólk í Regnbogalandi:
Sunna Rós Arnarsdóttir, umsjón
Tatjana Svitlica, umsjón
Hulda Hildibrandsdóttir
Juan Navarro
Karlotta

Ef barnið kemur ekki í Regnbogaland t.d. vegna veikinda eða annarra ástæðna eru
foreldrar vinsamlegast beðnir að láta starfsfólk Regnbogalands vita í síma 833-6473

Vistunartím & Heimferðir
Það er mikið öryggisatriði fyrir starfmenn að hafa upplýsingar um það hvort barninu er heimilt að fara eitt af staðnum þegar dvalartíma lýkur.
Það er á ábyrgð foreldra/forsjáraðila að uppfæra upplýsingum um vistunartíma ef hann breytist eftir skráningu barns í Regnbogaland.
Foreldrar/forsjáraðila bera einnig ábyrgð á því að upplýsa starfsfólk um breytingar á íþróttastarf-og/eða námi í tónlistarskóla. 
Mikilvægt er að upplýsa starfsfólk um heimferðir barna ef breyting er á frá því hvernig barn er skráð í Regnbogaland.

Minnisatriði

  • Látið vita ef brugðið er út frá skráðum vistunartíma.
  • Látið starfsfólkið vita þegar þið sækið barnið.
  • Klæðið börnin með tilliti til veðráttu - hlý föt til útiveru.
  • Merkið allan fatnað vel.
  • Gott er að hafa aukasett af t.d. sokkum og buxum í töskunni.