Regnbogaland

Við skólann er nemendum 1. - 3. bekkjar boðið upp á lengda viðveru innan skólans. Þar er lögð áhersla á nám og leiki, tómstundastarf og útivist.
Regnbogaland er opinn frá kl 13:10 til 16.15 alla virka daga og geta nemendur fengið keyptan hádegismat og síðdegishressingu. Hægt er að fá vistun til kl. 14:30, 15:00, 15:30 16:00 eða 16:15. Einnig er hægt að velja hversu marga daga vikunar sótt er um.

Hægt er að senda inn umsókn fyrir Regnbogaland í Völu.

Sími í Regnbogalands er 833 6473

Netfang Regnbogalands er regnbogaland@stykk.is

Upplýsingar um almenna skilmála og gjaldskrá ná nálgast á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.
Starfsemi Regnbogalands tekur alltaf mið af þeirri aðstöðu sem skólinn hefur yfir að ráða. Á það jafnt við um húsnæði, útiaðstöðu og mannafla.

Starfsfólk í Regnbogalandi:

Guðrún Harpa Gunnarsdóttir
Lászlóné Petö
Sigríður Sóldal
Guðrún Svana Pétursdóttir 
Jóhanna Ómarsdóttir
Svava Gunnarsdóttir

Mæting

Ef barnið kemur ekki í Regnbogaland t.d. vegna veikinda eða annarra ástæðna eru
foreldrar vinsamlegast beðnir að láta starfsfólk Regnbogalands vita í síma 833-6473

Heimferðir
Það er mikið öryggisatriði fyrir starfmenn að hafa upplýsingar um það hvort barninu er heimilt að fara eitt af staðnum þegar dvalartíma lýkur. Biðjum við foreldra að merkja við á innritunarblaðið hvernig þessu verður háttað. Þegar breytt er frá því sem þar er beðið um, eru foreldrar vinsamlegast beðnir að láta starfsfólk vita.

Minnisatriði

  • Látið vita ef brugðið er út frá skráðum vistunartíma.
  • Látið starfsfólkið vita þegar þið sækið barnið.
  • Klæðið börnin með tilliti til veðráttu - hlý föt til útiveru.
  • Merkið allan fatnað vel.
  • Gott er að hafa aukasett af t.d. sokkum og buxum í töskunni.