Foreldrar/forsjáraðilar
- geta sótt um tímabundna undaþágu frá skólasókn barns síns í:
- einstöku námsgreinum og námssviðum eða
- að öllu leyti
- bera ábyrgð á í öllum tilvikum, fái þeir umbeðna undanþágu, að nemandi vinni það sem hann kann að hafa misst úr námi samkvæmt upplýsingum frá skóla.
Skólatjóri
- ber ábyrgð á að meta aðstæður í hverju undanþágumáli og hvort ástæða sé þess eðlis að eðlilegt þyki að veita undanþágu
- aflar nægra upplýsinga um stöðu barn, til dæmis með samráði við umsjónarkennara
Gildar ástæður þurfa að vera fyrir hendi sæki barn ekki skóla
- alvarleg veikindi, dauðsföll eða önnur áföll í nærumhverfi barn
- ferðalög á vegum skóla eða í samstarfi við skóla, innan- eða utanlands
- þátttaka í afreksverkefnum á sviði íþrótta, lista eða starfi ungmennaráða
Undanþágum frá skólasókn skal ávallt markaður tími sem ekki varir lengur en nauðsyn ber til.