Skólastefna

Veturinn 2015 - 2016 var unnin ný skólastefna með víðtæku samráði samfélagsins.

Stefnumótunin er byggð á niðurstöðum funda sem haldnir voru með nemendum Grunnskólans og Tónlistarskólans, leikskólabörnum, starfsfólki skólanna þriggja, skólanefndum, æskulýðs- og íþróttanefnd, bæjarstjórn og stýrihópi verkefnisins. Á fundunum var leitað álits á því hvað vel sé gert í skóla- og tómstundastarfi og hvað mætti betur fara. Þá voru fundarmenn beðnir um að setja fram hugmyndir um sóknarfæri og lýsa óskum sínum, skólunum og tómstundastarfinu til handa.

Einnig var höfð hliðsjón af niðurstöðum samráðsfundar starfsfólks skólanna sem haldinn var föstudaginn 4. mars 2016, sem og niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal foreldra í mars 2016. Loks er að nefna niðurstöður opins íbúafundar sem haldinn var 21. maí 2016.

Endurskoðun á stefnunni fór fram á vormánuðum 2022 og hér er hægt að nálgast hana.