Reglur um auglýsingar úr upplýsingakerfi skólans

Að gefnu tilefni hefur Grunnskólinn í Stykkishólmi ákveðið að setja sér reglur um auglýsingar og tilkynningar til foreldra/forsjáraðila í gegnum upplýsingakerfi skólans. 

Skólastjórnendur bera ábyrgð á upplýsingakerfi skólans.

Meginhlutverk upplýsingakerfisins er að halda utan um upplýsingar um skólagöngu nemenda svo sem mætingar, ástundun, námsframfarir, námsárangur, heimavinnu og hegðun og miðla þeim til foreldra.
Ekki er leyfilegt að senda út auglýsingapóst í gegnum upplýsingakerfið sem ekki tengist beint skólastarfinu eða frístundastarfi nemenda.
Öllu kynningarefni skal leitast við að beina til foreldra en ekki nemenda

Auglýsingar eru eingöngu leyfðar á veggjum skólans sem tengjast frístundastarfi nemenda