Óútskýrðar fjarvistir & skólaforðun

Skólaforðun er meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða ungmenni sýnir af sér sem birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag, hluta úr skóladegi eða í ákveðnar námsgreinar, í lengri eða skemmri tíma. 

Grunnskóla ber að grípa til aðgerða ef fjarvistir nemanda koma niður á námi og farsæld hans. 

Skólaforðun - Ástæður
Ástæður skólaforðunar geta verið margvíslegar, skoða þarf hvert tilvik út frá:

  • aðstæðum barns og fjölskyldu þess
  • félagslegu samhengi
  • námsumhverfi s.s. líðan í skóla, félagsfærni og námsgetur
    öðrum þáttum sem geta haft áhrif á umhverfi barns og fjölskyldu.

Skólaforðun - Einkenni
Foreldrar og starfsfólk skóla þurfa að

  • vera vakandi fyrir einkennum skólaforðunar (ekki tæmandi listi)
  • taka ábendingum og vísbendingum um einkenni skólaforðunar alvarlega, sem geta t.d. verið:
    - óútskýrðar fjarvistir
    - seinkomur í skóla
    - fjarvistir á ákveðnum dögum
    - nemandi vilji ekki sækja skóla án sýnilegra merkja um veikindi
    - svefntruflanir
    - vilja fara heim úr skóla á miðjum degi
    Snemmtækur stuðningur og markviss samvinna heimilis og skóla eru lykilatriði
  • til þess að koma í veg fyrir skólaforðun
  • til þess að ná barni sem glímir við skólaforðun sem fyrst aftur í skólastarfið