Nefndir og ráð

Skóla- og fræðslunefnd

Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
Steinunn Helgadóttir aðalmaður
Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Anna Margrét Pálsdóttir varamaður
Viktoría Líf varamaður
Gunnar Ásgeirsson varamaður
Lára Björg Björgvinsdóttir varamaður
Jón Einar Jónsson varamaður 

 

Fulltrúi foreldra er Hrafnhildur Hlín Karlsdóttir
Trúnaðarmenn kennara sitja fundi skóla- og fræðslunefndar 

Fundargerðir Skóla- og fræðslunefndar má nálgast á vefsíðu Stykkishólmsbæjar

Skólaráð

Lög um grunnskóla 2008 nr. 91, 12. júní, 8. gr. Skólaráð.

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Skólaráð 2023 - 2024

 

Þóra Margrét Birgisdóttir, formaður

Fulltrúi grenndarsamfélags

Hrafnhildur Hlín Karlsdóttir, fulltrúi foreldra (seinna ár)
Haukur/Elín, fulltrúi foreldra (fyrra ár)
Bæring Nói Dagsson, fulltrúi nemenda
Stefán Karvel, fulltrúi nemenda
Sigurbjörg Andrea Hreinsdóttir, fulltrúi almenns starfsfólks (seinna ár)
fulltrúi kennara 
fulltrúi kennara 

Starfsreglur skólaráðs Grunnskólans í Stykkishólmi

Í samræmi við reglugerð um skólaráð við grunnskóla nr. 1157/2008 hefur skólaráð Grunnskólans í Stykkishólmi sett sér eftirfarandi starfsreglur:
Í upphafi skólaárs er skipað í skólaráð

  • Tveir foreldrar skulu kosnir á aðalfundi foreldrafélagsins, eitt þeirra skal eiga sæti í stjórn foreldrafélagsins, til tveggja ára í senn.
  • Tveir fulltrúar kennara og einn fulltrúi annars starfsfólks eru kosnir á starfsmannafundi að hausti, til tveggja ára í senn.
  • Tveir fulltrúar nemenda eru einnig kosnir að hausti
  • Skólaráð velur einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu. Kostur væri að viðkomandi væri hvorki foreldri nemanda í grunnskólanum eða starfsmaður bæjarins.

 

Hlutverk skólaráðs: Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald og tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið. Skólaráð skal fá til umsagnar allar fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.

Starfsáætlun skólaráðs:

  1. Fundir skólaráðs skuli haldnir að jafnaði fimm til sex sinnum á starfstíma skóla. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs, undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum hans. Fundir skulu boðaðir með a.m.k. viku fyrirvara og gögn sem fjalla á um skulu send til fulltrúa í skólaráði með fundarboði.
  2. Starfsáætlun fyrir skólaráð Grunnskólans í Stykkishólmiskal samþykkt í upphafi vetrar, í samræmi við hlutverk og verkefni eins og þeim er lýst í 2. gr. reglugerðar fyrir skólaráð grunnskóla. Verði breytingar á starfsáætlun getur skólastjóri boðað slíkar breytingar í fundarboði sbr. 4. grein laga um skólaráð. Drög að starfsáætlun fyrir næsta skólaár skal liggja fyrir að vori.
  3. Skólaráð skal hafa sérstakt svæði á vefsíðu skólans til að kynna starfsemi sína. Þar koma fram nöfn og netföng fulltrúa skólaráðs og fundargerðir skólaráðs.
  4. Ritari skólaráðs skal kjörinn úr skólaráði á fyrsta fundi skólaársins. Ritari gerir fundargerðir og sendir fulltrúum til samþykktar. Fundargerð skal sett inn á heimasíðu skólans innan fimmdaga frá fundi.
  5. Skólaráð skal skipta með sér verkum við undirbúning opins fundar um málefni skólans fyrir alla aðila skólasamfélagsins sem halda skal árlega (mars/apríl). Umræðuefni gæti verið út frá niðurstöðum í Skólapúlsi og annað sem ástæða þykir að rýna í.

Verkaskipting og framkvæmd einstakra þátta starfsins:

    1. Fulltrúar nemenda í skólaráði skipuleggja ásamt skólastjórnendum það mat sem fer fram hjá rýnihóp nemenda skólans sem og úrvinnslu úr því og kynningu.
    2. Fulltrúar starfsfólks og kennara í skólaráði fá rými á starfsmannafundum og kennarafundum til að segja frá starfi skólaráðs. Fulltrúar nemenda í skólaráði kynni starf þess á fundi nemendaráðs. Á ábyrgð skólastjóra.
    3. Fulltrúar foreldra í skólaráði fundi amk. einu sinni á vetri með stjórn foreldrafélagsins til að efla tengsl milli skólaráðs og foreldrafélagsins. Foreldrafélagið boði til þessa fundar.

 

 

Fundað er að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla:

Október/Nóvember
Starfsáætlun skólaráðs
Fjárhagsáætlun
Leikreglur (agastefna)
Skólabragur

 

 

Janúar:
Skólanámskrá
Skólapúlsinn
Fundur með nemendaráði

 

Febrúar:
Öryggi
Aðbúnaður
Húsnæði og aðstaða
Aðstaða

Mars:
Sjálfsmat
Niðurstöður Skólapúlsins
Skóladagatal næsta skólaárs

Apríl:
Fundur með foreldrafélaginu
Valgreinar á unglingastigi
Niðurstöður lestrarskimana

Maí:
Skipulag næsta skólaárs

 

Hér er tengill inn á handbók um skólaráð. 

 

Nemendaráð GSS 2024 - 2025

Formenn: 
Bæring Nói Dagsson (formaður)
Stefán Karvel Kjartansson (formaður)

Bryn 
Hóseas
Guðmundur Elías
Jón Dagur
Kristín Edda
Birna Maren 

 

Tengiliður starfsmanna við nemendaráð er Rósa Kristín Indriðadóttir

Íþróttaráð GSS 2024- 2025

Flóki Jónsson (formaður)
Þorri
Daníel
Sigurrós

 

Nemendaverndarráð

Við skólann starfar nemendaverndarráð. Hlutverk þess er að standa vörð um félagslega og andlega velferð nemenda og vinna fyrirbyggjandi starf.

Nemendaverndarráð samræmir skipulag og þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Þá er ráðið skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.

Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði varðandi einstaka nemendur sem lögð hafa verið fyrir ráðið. Umsjónarkennari getur óskað eftir umfjöllun nemendaverndarráðs um umsjónarnemanda sinn og skal kennarinn gera foreldrum viðvart um umfjöllunina fyrir fundinn. Nemendaverndarráð skráir stöðu málsins, fjallar um það faglega, leggur fram tillögur og fylgist með framvindu þess. Ráðið metur hvaða viðbótarupplýsinga er þörf og boðar á sinn fund kennara og foreldra svo og aðra aðila sem tengjast máli nemandans ef þörf krefur. Starfsemi ráðsins tekur mið af aðstæðum í hverju tilviki.

Í nemendaverndarráði 2024-2025 eiga sæti:

Þóra Margrét Birgisdóttir, skólastjóri
Sigríður Silja Sigurjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Berglind Elva Elísabetar Tryggvadóttir, náms- & starfsráðgjafi

Félagsráðgjafi frá Félags- & skólaþjónustu Snæfellinga

Heiða María Elfarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Íris Fönn Pálsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu

Ágústa Sigríður Jónsdóttir , tengiliður Farsældar

 

Fundartími er á miðvikudögum kl. 8:30

 

Áfallateymi

Áfallaáætlun skólans er sett fram svo að skýrt sé hvernig skuli bregðast við þegar válegir atburðir sem snerta nemendur eða starfsfólk skólans verða. Hana á að nota sem gátlista þegar skipuleggja þarf áfallahjálp.

Í áfallateymi skólans eru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, skólahjúkrunarfræðingur og árgangastjórar.

Áfallaáætlun skólans má sjá hér.

Samskiptateymi

Hér má nálgast samskiptaáætlun GSS (er í endurskoðun)

Hér má nálgast nánari upplýsingar um samskipti

Trúnaðarmaður KÍ:
Sunna Guðný Högnadóttir

Trúnaðarmaður Kjalar:
Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir

Öryggistrúnaðarmaður:
Jóhanna María Ríkharðsdóttir