Byrjendalæsi

Byrjendalæsi er aðferð í móðurmálskennslu sem notuð er í fyrstu bekkjum grunnskólans. Aðferðin er samvirk kennsluaðferð sem byggir á heildstæðri nálgun allra þátta móðurmálsins. Lögð er áhersla á samþættingu tals, hlustunar, lesturs og ritunar. Aðferðin byggir á gæða textum og lifandi kennslu. 
Í skólanum er kennt eftir aðferðum Byrjendalæsis í 1. - 3. bekk. 

Á heimasíðunni Byrjendalæsi má finna upplýsingar um Byrjendalæsi, fjölbreytt verkefni, verkfæri og innblástur til að styðja við læsisnám barna á yngsta stigi. 

Í október var gerði miðstöð skólaþróunar úttekt á stöðu Byrjendalæsis í skólanum, í úttektinni var farið í alla árganga. Í úttektinni eru dregnir fram styrkleikar skólans og tækfiæri til umbóta. 
Niðurstöður úttektarinnar er að góð samskipti einkenndi samsktipti kennara og nemenda og að nemendur voru flestir virkir í sinni vinnu. Í stöðvavinnu var passað upp á fjölbreytni í vinnu og haft í huga að nemendur væru að vinna í gegnum leikinn, spil, hreyfingu, með leir og blýantinn að vopni. Úttektaraðila fannst magnað að sjá hve miklu nemendur komu í verk á ekki löngum tíma. Kennarar héldu held utan um nemendur í stöðvavinnu og fyrirmæli og stuðningur var skýrt sett fram Nemendur vinnu allir hvað þeir áttu að gera á hverri stöð. 

Umbótaþættir skólans eru m.a.:

  • upplýsingar um Byrjendalæsi á heimasíðu skólans.
  • sýnileg hlutverk í gagnvirkum lestri strax frá 1.b
  • nemendur búa til eigin verkefni þegar þau hafa ná leikni í því sem þau hafa verið að vinna með.

Í sjálfsmatslista Byrjendalæsi sem sendur var inn á MSHA þann 4. september 2024 mat skólinn sig með 189 stig af 213, eða 88%. Viðmiðið er 80% til að teljast BL skóli.
Grunnskóli Stykkishólms getur með stolti titlað sig Byrjendalæsisskóla.