Við skólann starfar foreldrafélag. Skipulag þess er með þeim hætti að foreldrar hvers bekkjar mynda deild í félaginu. Deildirnar kjósa sér stjórnir á hverju ári og mynda fulltrúar þeirra sameiginlega stjórn foreldrafélagsins sem svo fundar mánaðarlega á starfstíma skóla.
Ætlast er til að stjórnir deildanna séu öðrum foreldrum fremur í nánu sambandi við umsjónarkennara, aðra foreldra í bekknum og stjórn foreldrafélagsins. Æskilegt er að stjórnir deildanna hafi frumkvæði að ýmsu sem varðar skólastarfið. Þar má nefna, bekkjarkvöld, jólaföndur, spilakvöld, aðstoð við nemendaferðir, heimsóknir og aðstoð við ýmis önnur verkefni sem upp kunna að koma. Margt fleira mætti nefna en það veltur á áhuga foreldra og umsjónarkennara hver viðfangsefnin eru hverju sinni.
Að sjálfsögðu er foreldrum alltaf heimilt að koma í heimsókn í skólann. Kennarar bjóða foreldrum stundum sérstaklega í skólann ef þá vantar aðstoð eða einhverjar uppákomur eru í gangi í bekknum.