Foreldrafélag

Foreldrafélag er félag foreldra sem vinnur að ýmsum málum tengdum skólanum og nemendum hans. Í félaginu eru allir foreldrar sem eiga börn í skólanum. 

Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla. 
Foreldrafélag skólans ber samkvæmt 9.grein laga um grunnskóla nr.91/2008 að setja sér starfsreglur þar sem meðal annars kemur fram hvernig á að kjósa í stjórn feálgsins og einnig hvernig á að kjósa fulltrúa í skólaráð. 
Foreldrafélagið getur óskað eftir frjálsum framlögum félagsmanna en ekki er hægt að skylda foreldra til að greiða félagsgjöld. 

Félagið getur stutt við starfsemi skólans með ýmsum hætti
- með verkefnum sem stuðla að vellíðan og velferð nemenda
- með verkefnum sem styrkja skólabraginn
- hvetja og hrósa fyrir það sem vel er gert
- bjóða upp á vettvang fyrir foreldra til að fræðast um og ræða sameiginleg hagsmuna- eða áhugamál
- virkja alla foreldra til þátttöku í samstarfi
- styðja bekkjarfulltrúa til að halda utan um formlegt samstarf í bekkjum eða árgöngum
- sjá til þess að sameiginleg verkefni foreldrafélagsins séu framkvæmd og allir virkjaðir til þátttöku
https://samfok.is/foreldrafelog

 

Skólaárið 2024 - 2025
Formenn
Þóra Stefánsdóttir & Dagur Emilsson
Ritari
Anna Hallgrímsdóttir
Gjaldkeri
Ólöf Inga Stefánsdóttir