Aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskólans í Stykkishólmi.
Aðstoðarskólastjóri er hluti stjórnendateymis grunnskóla og tónlistarskóla bæjarins og staðgengill skólastjóra. Grunnskólinn í Stykkishólmi og Tónlistarskóli Stykkishólms verða samreknir frá upphafi skólaársins 2021-22 og verður aðstoðarskólastjóri hluti stjórnendateymis beggja skóla.
Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga sem hefur öfluga faglega sýn á skólastarfið, hlutverki stjórnendateymisins við skólana og samvinnu þess og uppbyggingu skólastarfsins sem hvetjandi starfsumhverfis fyrir nemendur og starfsfólk.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2021. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Í umsókn skal greina frá menntun, fyrri störfum, hæfni út frá hæfnikröfum starfsins og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni hans til að sinna stöðu aðstoðarskólastjóra. Umsókninni skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá og samantekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um skólastarfið og þróun þess.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, jakob@stykkisholmur.is, S: 433 8100
Berglind Axelsdóttir, skólastjóri, berglind@stykk.is, S: 895 3828
Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Um 1.200 manns búa í Stykkishólmi en bærinn er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þjónustustig er gott í Stykkishólmi og státar bæjarfélagið að ríkulegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fólk á öllum aldri og rótgrónum mennta- og menningarstofnunum. Í Grunnskóla Stykkishólms stunda 150 nemendur nám í 1.-10. bekk. Lögð hefur verið áhersla á jákvæðan og skemmtilegan skólabrag. Tónlistarskóli Stykkishólms hefur starfað óslitið frá 1964 og við hann starfar Lúðrasveit Stykkishólms sem stofnuð var 1944. Nemendur tónlistarskólans eru um 100. Gott samstarf er milli allra skólastiga í Stykkishólmi auk samstarfs við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.