Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Vikan var í heild sinni mjög góð. Skipulagsdagurinn gekk vel og margt fróðlegt sem þar kom fram.  
 
Þriðjudag og miðvikudag fengum við sérfræðinga frá Kvan sem unnu með samskipti í 7. og 8. bekk. Vonum við að nemendum hafa þótt gott og gaman að fá þessa viðbót við skólastarfið.  
 
Á döfinni  
 
8. bekkur mun fara í Ungmennabúðir á Laugarvatni á mánudaginn og mun dvelja þar alla skólavikuna. Við vonum að þau muni eiga góða viku þar með umsjónarkennara sínum Steinunni Ölvu Lárusdóttur.  
 
10. bekkur mun fara í svokallaðan framhaldsskólahermi fimmtudaginn 6. maí þar sem þau upplifa einn skóladag í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  
 
Þá vonumst við til þess að geta verið með árshátíð með þessa árs sniði í maí hjá þeim bekkjum sem ekki hafa náð því vegna samkomutakmarkana. Þ.e.a.s. 1., 5. og 6. bekk. Sjáum hvað næstu tilslakanir munu leyfa okkur.  
 
Megið þið eiga notalega helgi ?  
 
Berglind