Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  
 
Atburðarás síðasta sólarhringinn hefur verið hröð og hægt að segja að hægt hefði verið að standa betur að upplýsingagjöf. Það má þó segja að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og mun ég örugglega læra af því. Alla vega vil ég biðjast velvirðingar ef þetta hefur komið illa við ykkur.  
 
Í vikunni tóku nemendur sig til sem standa að styrktarverkefninu SOS Barnaþorpin og bökuðu súkkulaðibitakökur sem ætlunin er að selja nemendum skólans í 5 - 10. bekk.  
 
Á döfinni  
 
Ég minni á skipulagsdaginn næsta mánudag 26. apríl. Þann dag verðum við með fræðslu fyrir starfsfólk skólans og starfsfólk Íþróttamiðstöðvar frá Samtökunum 78 vegna barna með kynáttunarvanda. Þá verður ráðgjafafyrirtækið Attentus með vinnustofu með starfsfólki skólans til þess að vinna með liðsheild.  
 
Tilkynningar  
 
Búið er að fresta Júlíönuhátíð fram á næsta haust. Það verða því ekki neinir viðburðir hjá skólanum vegna hennar þetta skólaárið.  
 
Góða helgi ?  
 
Berglind