Vikupóstur stjórnenda

Það var mikið gleðiefni í vikunni þegar ljóst var að allir starfsmenn skólans yrðu bólusettir. Við óttuðumst að þetta myndi hafa veikindi í för með sér. Sem betur fer voru þau mun minni en við áttum von á. Við þurftum því ekki að grípa til neinna aðgerða vegna þess.  
 
Það var gaman að taka á móti 3. bekk sem fór í Dalaferðina sína í gær fimmtudag. Ferðin þeirra var mjög vel heppnuð.  
 
Þá vorum við með lýðræðisþing með nemendum í 7. - 10. bekk og gekk það mjög vel. Það er alltaf gott að fá viðhorf nemenda og var í þetta sinn unnið með niðurstöður frá síðasta lýðræðisþingi og farið yfir hvað hefur áunnist og hvað hefur ekki náðst að klára og er því verkefni næsta skólaárs og nánustu framtíðar.  
 
Á döfinni  
 
Í vikunni var fundað vegna skólaslita og var ákveðið miðað við þær reglur sem nú gilda að hafa skólaslitin með eftirfarandi hætti. Ef það verða einhverjar meiri tilslakanir munum við rýmka  
 
8. - 10. bekkur mætir á skólaslit í Stykkishólmskirkju kl. 18 fimmtudaginn 3. júní. Foreldrar nemenda í 10. bekk er boðið og ef það verða meiri tilslakanir þá opnum við á það að foreldrar í hinum bekkjum komi líka og jafnvel aðrir gestir.  
 
Kl. 10 sama dag (3. júní) verða skólaslit í 1. - 7. bekk. Nemendur mæta á bókasafnið og foreldrum 1. bekkjar boðið að koma. Skólastjóri verður með smá athöfn og síðan fara nemendur í stofur með umsjónarkennara. Ef ekki verða frekari tilslakanir verða nemendur í 5., 6. og 7. bekk í stofum sínum á Teams og horfa á athöfnina þar. Mögulega munum við streyma beint frá athöfninni á Teams. Við látum ykkur vita þegar nær dregur.  
 
10. bekkur mun fara í Íslandsferð dagana 25. - 28. maí um Suðurlandið. Þar munu þau gera margt skemmtilegt. Ferðin er sameiginleg Danmerkurferð og lokaferð en þau hafa því miður ekki komist til Danmerkur eins og venja er vegna Covid.  
 
Að lokum eru fram undan vordagar dagana 31. maí og 1. júní. Búið er að skipuleggja dagana með átthagafræði að leiðarljósi. Átthagafræðin gengur út á það að nemendur frá 1. - 10. bekk fari á helstu svæði í nágrenni Stykkishólms, læri örnöfnin, sögurnar og fari á öll söfn bæjarins.  
 
Góða helgi ? 
Berglind