30.10.2020
Kæru vinir
Á skipulagsdaginn síðasta þriðjudag vorum við með Menntabúðir í skólanum. Þær ganga út á að starfsmenn kynni alls konar nýjungar sem þeir eru að nota í kennslu. Annað starfsfólk getur svo lært af þeim.
28.10.2020
Í gær var skipulagsdagur í skólanum og voru settar upp Menntabúðir þar sem starfsfólk skólans var með kynningar fyrir aðra í starfsmannahópnum. Hérna er hægt að sjá dagskrána sem var mjög metnaðarfull: https://read.bookcreator.com/aTNu7rjHLSaBm0yNxRRSa_ET8l-FntUUx_oNrcHODEE/-no1cN90TNm4F7pMrXH_8Q?fbclid=IwAR25B4QEsX6OAkfzfRqtB89r3chRQdzCx5IFg41QRHM8VEwSRj9N271xduc
23.10.2020
Kæru vinir
Nú er fjórðungi skólaársins lokið. Það er undarlegt til þess að hugsa, annars vegar finnst manni það of lítið en einnig að svo margt sé búið að það hljóti að vera meira. Þetta felur í sér að 1. - 4. bekkur skiptir nú um faggrein í hringekju og hefur því lokið myndlist, sköpun, textíl eða smíði fyrir þetta árið.
23.10.2020
Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
16.10.2020
Kæru vinir
Það hefur borið á því að æ fleiri foreldrar eru að koma inn í skólann á morgnana því viljum við minna á að samkvæmt reglum er það ekki leyfilegt. Við sjáum þó í gegnum fingur okkar varðandi foreldrar barna í 1. bekk fylgi þeim enda mörg þeirra sem þurfa á því að halda. Okkur þætti samt vænt um ef þið mynduð stilla því í hóf.
09.10.2020
Kæru vinir
Þá erum við búin með fyrstu vikuna aftur í hefðbundnu skipulagi og hefur það gengið vel.
02.10.2020
Kæru vinir
Það hefur gengið vel hjá okkur Hólmurum að ná tökum á smitum í bænum og er það gleðilegt. Við munum því fara aftur til baka í hefðbundið skólastarf á mánudaginn og verður kennt samkvæmt stundatöflu.