Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
Nú er fjórðungi skólaársins lokið. Það er undarlegt til þess að hugsa, annars vegar finnst manni það of lítið en einnig að svo margt sé búið að það hljóti að vera meira. Þetta felur í sér að 1. - 4. bekkur skiptir nú um faggrein í hringekju og hefur því lokið myndlist, sköpun, textíl eða smíði fyrir þetta árið.  
Tilkynningar
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga er búin að ráða til sín talmeinafræðing sem mun þjónusta okkur að einhverju leyti. Hann heitir Ragnar Hjörvar Hermannsson og mun sinna greiningum, eftirfylgni og minniháttar talþjálfun. Við munum því áfram nýta þjónustu Tröppu þegar um meiri þjálfun er að ræða. Hann mun koma til okkar í fyrsta skipti í byrjun nóvember.  
Þá hefur FSS auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa. Við vonum að sú auglýsing skili árangri því við finnum fyrir þörfinni.  
Nýr þroskaþjálfi hefur tekið til starfa og veitir okkur ráðgjöf, hann heitir Jón Haukur Hilmarsson.  
Á döfinni 
Á þriðjudaginn næsta 27. október verður skipulagsdagur. Þann dag verður einnig frí í Regnbogalandi.  
Dagana 1. og 2. nóvember verður haustfrí og því ekkert skólastarf í gangi. Þar með talið Regnbogaland. Fjögurra daga helgi sem verður kærkomin tilbreytingar frá hinum uppsafnaða hversdagsleika. 
Vonandi verður helgin ykkur góð  
Berglind og Lilja Írena