Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Það hefur gengið vel hjá okkur Hólmurum að ná tökum á smitum í bænum og er það gleðilegt. Við munum því fara aftur til baka í hefðbundið skólastarf á mánudaginn og verður kennt samkvæmt stundatöflu. Þá munu mataráskriftir taka gildi aftur.  
 
Tilkynningar 
 
Í vikunni þreyttu nemendur 4. bekkjar samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði og stóðu sig með prýði. Við erum ánægð með að hafa geta komið þeim fyrir í hólfaskipta skipulaginu okkar á þokkalegan hátt. 
 
Á döfinni 
 
Dansinn mun halda áfram á mánudaginn. Við erum enn að skoða það með danskennaranum hvort við náum að bæta upp fyrir þessa viku og einnig hvort eða hvernig við getum haft danssýningu. Við munum upplýsa ykkur þegar það er komið í ljós. 
 
Skólanetskákmót Íslands hefur göngu sína á ný í október. Mótaröðin átti góðu gengi að fagna í fyrravetur og tóku alls á annað hundrað skólakrakkar þátt, hvarvetna af landinu. Mótaröðin er opin grunnskólakrökkum af öllu landinu og eru krakkar af landsbyggðinni sérstaklega hvattir til þátttöku. 
 
Fyrsta mótið fer fram sunnudaginn 4. október og hefst kl. 17:00. 
 
Tengill á mótið: https://www.chess.com/live#t=1597949 
 
DAGSETNINGAR MÓTANNA Í VETUR: 
 
Sunnudaginn 4.október kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 1.nóvember kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 6.desember kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 3.janúar kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 7.febrúar kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 7.mars kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 4.apríl kl. 17:00 ? 18:30 
Sunnudaginn 2.mai kl. 17:00 ? 18:30 
 
Hafið það sem allra best um helgina  
 
Berglind og Lilja Írena