Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Í gær fór fram útskrift úr vorskólanum. Nemendur sem stunduðu nám í vorskólanum þetta skólaárið stóðu sig vel. Þá eru síðustu dagar þessa skólaárs fram undan. Eins og áður hefur komið fram munum við vera með svokallaða vordaga mánudaginn 31. maí og þriðjudaginn 1. júní. Þið hafið nú þegar fengið sérstakan tölvupóst með öllum upplýsingum varðandi þessa daga. Ég vil biðja ykkur vinsamlegast að kynna ykkur skipulagið vel.

Vikupóstur stjórnenda

Það var mikið gleðiefni í vikunni þegar ljóst var að allir starfsmenn skólans yrðu bólusettir. Við óttuðumst að þetta myndi hafa veikindi í för með sér. Sem betur fer voru þau mun minni en við áttum von á. Við þurftum því ekki að grípa til neinna aðgerða vegna þess.

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Vikupóstur stjórnenda

Þá er enn ein góð vika að baki í skólastarfinu. Meðal þess sem bar í vikunni var að 8. bekkur kom heim í dag eftir vel heppnaða daga í Ungmennabúðum á Laugarvatni. Þá fengum við góða fræðslu frá Heilsulausnum um vímuefnagjafa í samstarfi við Félagsmiðstöðina X-ið. Ég er mjög ánægð með það samstarf sem náðst hefur með forstöðumanni X-isins. Ég tel mjög mikilvægt að við séum með gott samstarf því það er jú þannig að við erum að vinna með sömu krakkana.