Vikupóstur stjórnenda

Í gær fór fram útskrift úr vorskólanum. Nemendur sem stunduðu nám í vorskólanum þetta skólaárið stóðu sig vel.  
 
Þá eru síðustu dagar þessa skólaárs fram undan. Eins og áður hefur komið fram munum við vera með svokallaða vordaga mánudaginn 31. maí og þriðjudaginn 1. júní. Þið hafið nú þegar fengið sérstakan tölvupóst með öllum upplýsingum varðandi þessa daga. Ég vil biðja ykkur vinsamlegast að kynna ykkur skipulagið vel.   
 
Á döfinni  
 
Ég var ekki fyrr búin að senda á ykkur vikupóstinn með upplýsingum um skólaslitin en það komu fréttir af tilslökunum. Það var mjög gleðilegt. Fyrirkomulag skólaslita fimmtudaginn 3. júní verður því sem hér segir:  
 
Kl. 10 mæta 1. - 7. bekkur á bókasafnið ásamt starfsfólki sem kemur að þeim. Foreldrar 1. bekkinga eru velkomnir. Eftir stutta athöfn skólastjóra fara nemendur í stofur til umsjónarkennara. Þar fá þeir afhent vitnisburðarspjöld, fara í gegnum óskilamuni og taka allt dót sem tilheyrir þeim.  
 
Kl. 18 mæta nemendur í 8. - 10. bekk í Stykkishólmskirkju og eru foreldrar/forráðamenn þeirra velkomnir sem og starfsfólk skólans. Minnt er á að grímuskylda er á viðburðum eins og skólaslitum. Þá mun fólk þurfa að skrá sig við komu.    
 
Tilkynningar  
 
Við sendum út könnun á viðhorfi foreldra um að boðið verði upp á hafragraut í skólanum. Við þökkum fyrir viðbrögðin en 59 manns svöruðu könnuninni. Niðurstöður hennar voru þær að 52 af 59 svöruðu spurningunni játandi, annað hvort fyrir annað barn sitt eða bæði. Ég veit ekki af hverju en mögulega í einhverjum flýti gerðum við ekki ráð fyrir að fólk ætti þrjú börn í skólanum. Ég vil biðjast velvirðingar á þeim mistökum.  
 
Njótið helgarinnar ?  
Berglind