Kæru vinir
Það hefur borið á því að æ fleiri foreldrar eru að koma inn í skólann á morgnana því viljum við minna á að samkvæmt reglum er það ekki leyfilegt. Við sjáum þó í gegnum fingur okkar varðandi foreldrar barna í 1. bekk fylgi þeim enda mörg þeirra sem þurfa á því að halda. Okkur þætti samt vænt um ef þið mynduð stilla því í hóf.
Nú fer að koma að kólnandi veðri og því viljum við minna á hlý útiföt.
Tilkynningar
Hér kemur krækja inn á lagið Vatnaleið sem nemendur hafa svo oft sungið á söngsal.
Okkur langar að benda ykkur á að hægt er að fara inn á íbúagátt og á mínar síður á heimasíðu bæjarins á www. stykkisholmur.is til þess að sjá reikninga vegna mötuneytis og Regnbogalands. Hérna er krækja inn á gáttina: https://stykkisholmur.ibuagatt.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f
Á döfinni
Að lokum viljum við minna á skipulagsdag sem verður þriðjudaginn 27. október.
Vonandi eigið þið notalega helgi
Berglind og Lilja Írena