Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Í vikunni litu nýjar sóttvarnarreglur ljós. Þar er helst að nefna að fjöldi starfsmanna í rými er aftur 20 manns og nálægðartakmörkun verður aftur 1 metri. Ef við náum ekki að halda þeirri fjarlægð er skylt að nota andlitsgrímur hvort heldur sem er vegna samstarfsfólks eða nemenda. Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu. Viðburðir með foreldrum eru áfram ekki leyfilegir sem og að foreldrar komi inn í skólann nema nauðsyn beri til. Þá þarf áfram að þrífa og sótthreinsa eftir hvern dag og á milli hópa. 
 
Á döfinni  
 
Að frumkvæði nemanda í 9. bekk er að fara af stað verkefni sem er til styrktar SOS Barnaþorpum fyrir munaðarlaus börn. Nemendur í 4. - 10. bekk geta skráð sig í vinnuhóp sem mun halda utan um verkefnið. Ætlunin er að safna með ýmsum hætti og geta allir nemendur skólans tekið þátt í því en það er rétt að taka það fram að það er engin skylda. Við munum kynna verkefnin betur þegar nær dregur.  
 
Nánar er hægt að lesa um SOS barnaþorpin hér: https://www.sos.is/?gclid=Cj0KCQjwyN-DBhCDARIsAFOELTlcD8zmVpny7kTpshRh-ud6K3MFWBgGmTtIF4EU5BvsDtuU9G944OcaApRgEALw_wcB 
 
Tilkynningar  
 
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn í næstu viku og venju samkvæmt er frí þann dag. Þá vil ég minna á skipulagsdag mánudaginn 26. apríl. Þann dag verðum við með fræðslu o.fl. fyrir starfsfólk. Nánar um það síðar.  
 
Hafið það sem allra best um helgina ?  
 
Berglind