Vorskólinn farinn af stað

Heimilisfræði hjá Villa er alltaf vinsæl, líka hjá nemendum vorskólans.
Heimilisfræði hjá Villa er alltaf vinsæl, líka hjá nemendum vorskólans.

Vorskólinn fór af stað í vikunni og mættu nemendur ansi spenntir til leiks. Á vorskóladögunum mæta verðandi 1.bekkingar og er markmiðið að þeir kynnist skólahúsnæðinu og fái örlitla innsýn inn í þau fjölbreyttu verkefni sem eru unnin hjá umsjónarkennurum, list- & verkgreinakennurum og íþróttakennurum. Nemendur fá líka að prufa að vera í Regnbogalandi með nemendum 1. - 3. bekkjar.