Kæru foreldrar/forsjáraðilar
Vegna slæmrar veðurspár á fimmtudaginn hefur verið tekið ákvörðun að færa vordagana og þeir verða því miðvikudag og föstudag. Á fimmtudaginn verður hefbundinn skóladagur.
Öllum nemendum er skipt í sjö hópa þvert á aldur (1.-3.bekkur, 4.-6. bekkur) en samt þannig að bekkjarfélagar séu saman. Nemendur fara á milli sjö stöðva, 20 mín. á hverri stöð.
Miðvikudagur 29. maí:
Stöðvar í skóla: 7. - 9.b. - hafragrautur í boði
Ferðir: 1. - 6.b. – má koma með sparinesti (ekki sælgæti, snakk og gos)
Mikilvægt að koma klædd eftir veðri.
Föstudagur 31. maí:
Stöðvar í skóla: 1. - 6.b. - hafragrautur í boði
Ferðir: 7. - 9. b. - má koma með sparinesti (ekki sælgæti, snakk og gos)
Mikilvægt að koma klædd eftir veðri.
Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um dagana þá er best að setja sig í samband við umsjónarkennara.