Vordagar - Mikilvægar upplýsingar

Kæru foreldrar/forsjáraðilar

Vegna slæmrar veðurspár á fimmtudaginn hefur verið tekið ákvörðun að færa vordagana og þeir verða því miðvikudag og föstudag. Á fimmtudaginn verður hefbundinn skóladagur.

 

Öllum nemendum er skipt í sjö hópa þvert á aldur (1.-3.bekkur, 4.-6. bekkur) en samt þannig að bekkjarfélagar séu saman. Nemendur fara á milli sjö stöðva, 20 mín. á hverri stöð.

  1. – 9.b eru saman á stöðvadegi og fara í fjölbreyttar stöðvar.

Miðvikudagur 29. maí:

Stöðvar í skóla: 7. - 9.b. - hafragrautur í boði

Ferðir: 1. - 6.b. – má koma með sparinesti (ekki sælgæti, snakk og gos)

 

Mikilvægt að koma klædd eftir veðri.

 

 

Föstudagur 31. maí:

Stöðvar í skóla: 1. - 6.b. - hafragrautur í boði

Ferðir: 7. - 9. b. - má koma með sparinesti (ekki sælgæti, snakk og gos)

 

Mikilvægt að koma klædd eftir veðri.

 

 

  • Skóla lýkur kl 13:00 báða dagana hjá öllum nemendum.
  • Regnbogaland tekur við börnunum kl 13:00 þessa daga.
  • Matur á miðvikudaginn fyrir þá sem eru í mataráskrift.
  • Grillaðar pylsur og drykkur fyrir alla nemendur í skólansá föstudeginum.

Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um dagana þá er best að setja sig í samband við umsjónarkennara.