Vinabæjarmót hófst í gærkvöldi og stendur yfir nú um helgina í Stykkishólmi. Hingað eru komnir 18 fulltrúar vinabæja Stykkishólms en það eru Kolding í Danmörku, Drammen í Noregi, Örebro í Svíþjóð og Lappeenranta í Finnlandi.
Mótið er haldið annað hvert ár og skiptast bæjirnir á að halda viðburðinn. Í ár heldur Stykkishólmsbær vinabæjarmótið sem hóst í gær með kvöldverði á Hótel Stykkishólmi. Fulltrúar vinabæjanna skoða sig um bæinn í dag í fylgd með fulltrúm Stykkishólmsbæjar, heimsækja skólana, söfnin og fleira auk þess að fræðast um Stykkishólm og Snæfellsnes, ferðamanna- og umhverfismál og helstu málefni líðandi stundar í hér í bæ. Á morgun, laugardag, verður farið með rútu um Snæfellsnes og endað á Siglingu um Breiðafjörð. Dagskrá mótsins líkur á sunnudag.