Vikupóstur stjórnenda grunnskólans

Kæru vinir 
 
Tilkynningar 
 
Við höfum fengið ábendingar frá fólki úti í bæ að nemendur á rafhlaupahjólum keyri allt of hratt á þeim og jafnvel á götunum. Á síðasta skólaári fengum við lögregluþjónana Jón Þór Eyþórsson, Björn Ásgeir Sumarliðason og Hafþór Inga Þorgrímsson til þess að koma og ræða við nemendur í 7. - 10. bekk um vespur og rafhlaupahjól. Það er hins vegar orðið þannig að nemendur niður í 4. bekk eru á slíkum hjólum. Því viljum við biðja ykkur um að ræða við börn ykkar um þessi hljól og hraðakstur. Við getum svo örugglega fengið þá félaga aftur til okkar seinna í vetur til þess að koma með fræðslu fyrir þennan aldurshóp.  
 
Við viljum minna á útivistartímann. Núna er farið að dimma æ fyrr og því mikilvægt að allir virði hann. 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til klukkan 20:00 og 13 ? 16 ára til klukkan 22:00. 
 
Á döfinni 
 
Þann 12. - 14. október verða hjá okkur matsmenn frá Menntamálastofnun til þess að framkvæma ytra mat á skólanum okkar. Fulltrúar Menntamálastofnunar verða Gunnhildur Harðardóttir og Þórdís Hauksdóttir. Matið felst í því að þær munu fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka  þær rýniviðtöl við ýmsa hópa skólasamfélagsins svo sem starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Foreldrar/forráðamenn mega því gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku þeirra  í umræðuhópa en matsmenn velja hópana með slembiúrtaki. Skólinn hefur samband við foreldra/forráðamenn ef  barn/börn þeirra eru í úrtaki sem og aðra þátttakendur. Í viðhengi eru nánari upplýsingar.  
 
Að lokum vonum við að tilslakanir vegna samkomubanns verði samþykktar af heilbrigðisráðherra en það auðveldar okkur að vera með foreldrafundi samkvæmt venju.  Þið munuð fá fundarboð frá umsjónarkennara og er viðmiðið að allir foreldrafundir verði búnir 18. September. 
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena