Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Það er skoðun okkar hérna í skólanum að allar þær breytingar sem við höfum gert hafi gengið vel og að almennt hafi skólastarf gengið vel í samkomubanninu. Við stjórnendur erum endalaust þakklátar starfsfólki okkar sem hefur í þessu ástandi sýnt sveigjanleika, útsjónarsemi og þrautseigju. Það er virkilega gott fyrir samfélagið að vita að við höfum góðan mannauð í grunnskólanum okkar.  
 
Mánudaginn 4. maí verður skipulagsdagur og því enginn skóli þann dag. Eins og kom fram í síðasta vikupósti munum við nýta þann dag í að skipuleggja skólastarfið fram að skólaslitum. Í lok dagsins fáið þið tölvupóst með öllum upplýsingum sem við þurfum að koma til ykkar. Við viljum því biðja ykkur um að fylgjast einstaklega vel með.  
 
Munið að það er frí á morgun 1. maí.  
 
Við vonum að þið njótið þessarar löngu helgi 
 
Berglind og Lilja Írena