Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Skólastarfið hefur gengið vel eftir tilslakanir á samkomubanni sem gerðar voru þann 4. maí. Það var mjög hentugt að samkvæmt skóladagatali skyldi vera skipulagsdagur þann dag. Það gaf okkur tækifæri til þess að undirbúa breytingarnar aftur í fyrra skipulag enn betur.  
 
Í næstu viku verður Vorskólinn hjá tilvonandi nemendum 1. bekkjar. Við erum spennt að fá þau til okkar. Undirbúningur næsta skólaárs og þar á meðal ráðningarferli er í fullum gangi. Við munum upplýsa um það þegar allt er komið heim og saman.  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena