Vikupóstur stjórnenda

  
Kæru vinir 
 
Það var mjög gaman að taka á móti næstkomandi 1. bekk í Vorskólanum en þau voru hjá okkur í þrjá daga í vikunni. Eins og aðrir hópar sem hafa komið til okkar áður fengu þau að prófa hina ýmsu þætti skólastarfsins.  
 
Lögreglumennirnir Jón Þór Eyþórsson, Björn Ásgeir Sumarliðason og Hafþór Ingi Þorgrímsson komu til okkar með fræðslu um rafmagnshlaupahjól, létt bifhjól og bifhjól í 7. - 10. bekk. Mikil fjölgun hefur verið á slíkum hjólum og þessi fræðsla því nauðsynleg. Við erum þakklát lögreglunni fyrir fræðsluna.  
 
Á þriðjudaginn komu tónlistarkennararnir Martin og Anastasia með nemendur sína og voru með kynningu á tónlistarnámi fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.  
 
Fimmtudaginn í næstu viku verður Uppstigningardagur og því ekki kennsla.  
 
Gleðilega Júróvisonhelgi  
 
Berglind og Lilja Írena