Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Vikan sem leið 
 
Nú er umhverfisviku að ljúka og hafa nemendur gengið um bæinn og tínt rusl. Eru þeim færðar bestu þakkir. 
 
Verðandi nemendur 8. - 10. bekkjar völdu úr fjölbreyttum lista valfaga fyrir næsta vetur. Margt hefðbundið er í boði en einnig nýjungar. T.d. verknám annars vegar hjá Dekki og smuri og hins vegar hjá Skipavík. Prentaðar verða út byggingar í miðbæ Stykkishólmar í þrívíddarprentaranum í einu valfaginu og nú verður gerð tilraun með að ekki sé skylda hjá 9. og 10. bekk að vera skólavinir heldur verði það val. Þá er einnig í boði að vera lestrarvinur yngri nemenda. Þetta er brot af hinum fjölbreytta vali fyrir unglingana okkar. 
 
Á döfinni 
 
28., 29. og 2. júní eru vordaga. Þá daga er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur taka nemendur þátt í stöðvavinnu og vettvangsferðum. Skólalok hvers dags eru með óhefðbundnu sniði og munu umsjónarkennarar upplýsa nánar um það. 
 
1. júní er annar í hvítasunnu og þá er frí í skólanum. 
 
3. júní er skipulagsdagur starfsfólks og er frí fyrir nemendur í skólanum. 
 
4. júní verða skólaslit. Þau verða í á anna hátt en áður vegna tveggja metra reglunnar. Nemendur í 10. bekk ásamt tveimur aðstandendum verður boðið upp í kirkju ásamt 8. og 9. bekk sem koma þó án aðstandenda. Þar verður hefðbundin athöfn með útskrift 10. bekkjar. Nemendur 1. - 7. bekkjar verða án aðstandenda í umsjónarstofum með sínum umsjónarkennurum og verður hluta af athöfninni úr kirkjunni streymt í gegnum netið. Nánar um þetta síðar. 
 
Til hugleiðingar 
 
Miklar breytingar urðu á skólastarfinu þegar aðgerðir stjórnvalda voru hve strangastar. Við höfum unnið að því undanfarnar vikur að reyna að nýta okkur hið góða sem kom úr því tímabili fyrir skipulagsbreytingar á næsta skólaári. Hluti af því er að breyta tímasettunum á þann hátt að færri séu í frímínútum og hádegisverði á sama tíma. Einnig erum við að vinna að því að fækka hve margir koma að hverjum bekkjum, sérstaklega hjá þeim yngstu. Við munum upplýsa ykkur nánar um þetta síðar en rétt er að taka fram að enn er ekkert ákveðið í þessum efnum og mun bæði skólaráð og skólanefnd fara  yfir þessar hugmyndir. 
 
Góða helgi, 
 
Lilja Írena og Berglind