Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Vordagarnir hafa gengið mjög vel og er það okkar upplifun að nemendur hafi haft gaman af. Allir nemendur fóru á milli stöðva og fengu að prófa alls konar skemmtileg verkefni. Það hefði verið gaman að fá betra veður en þær stöðvar sem kröfðust þess að það væri gott veður voru fluttar inn í Íþróttamiðstöð.  
 
Á mánudag er annar í hvítasunnu og þar af leiðandi frí. Á þriðjudag er þriðji og jafnframt síðasti uppbrotsdagurinn þetta vorið. Á miðvikudag er svo skipulagsdagur og þá er frí hjá nemendum. Fimmtudaginn 4. maí er komið að skólaslitum kl. 18. Þau verða venju samkvæmt í Stykkishólmskirkju. Nú er búið að slaka enn meira á kröfum svo við ætlum að gefa út á þriðjudaginn næsta hvernig fyrirkomulagið verður.  
 
Njótið þessarar löngu helgi 
 
Berglind og Lilja Írena