Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Þá er fyrsta vikan af þessu skólaári liðin. Nýja skipulagið hefur gengið vel. Það hafa þó komið upp nokkur úrlausnarefni sem við höfum leyst jafnóðum. Við stjórnendur erum afskaplega ánægðar með fólkið okkar sem hefur tekið þessum breytingum af mikilli þolinmæði og verið lausnamiðað. Það er ekki sjálfgefið og ber að þakka.  
 
Þá er rétt að benda á að vegna nýju tímasettanna að þá eru nemendur í 1. - 4. bekk í mat alla daga, líka föstudaga.  
 
Við stjórnendur í leik- og grunnskóla fengum ábendingu um að sést hefði til grunnskólanemenda á leikskólalóðinni þar sem þeir voru að pissa í sandkassana. Við viljum biðja ykkur foreldra að taka umræðuna með börnum ykkar og leiðbeina þeim um viðeigandi hegðun.  
 
Fyrstu þrjár vikurnar verða íþróttir úti. Þá þurfa nemendur ekki að koma með íþróttaföt. En minnum á að það er að kólna og gott að muna eftir hlýjum fatnaði og klædd eftir veðri.  
 
Að loku langar okkur að benda ykkur á umferðarvefinn: http://www.umferd.is/um-okkur/tilkynningar/skolabyrjun. Þar inni eru alls konar hagnýtar upplýsingar varðandi umferðina í skólabyrjun. Mælum með þessum vef.  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena