Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Tilkynningar 
 
Í vetur eins og síðustu skólaár ætlum við að bjóða upp á heimanám. Það verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 14:00 ? 14:40 inni á Amtsbókasafni og mun Þórhildur Sif Loftsdóttir sjá um það. Við viljum biðja ykkur um að hvetja börn ykkar til þess að nýta þessa tíma.  
 
Í viðhengi eru upplýsingar sem við vorum beðnar um að koma á framfæri til ykkar frá SAMAN-hópnum. 
 
Á döfinni 
 
Nemendur í 7. bekk munu þreyta samræmd könnunarpróf fimmtudaginn 24. september og föstudaginn 25. september.  
 
Við vonum að helgin verði ykkur góð, 
 
Berglind og Lilja Írena