Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir
Undanfarið höfum við verið einstaklega ánægð með mötuneytið. Börnin borða meira og fleiri eru að skrá sig í mat. Upp kom tilvik þar sem ekki var nægur matur og hafa verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Í gær var bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekk. Nemendur stóðu sig allir með prýði. Dómarar í keppninni voru Eyþór Benediktsson, Steinunn María Þórsdóttir og Nanna Guðmundsdóttir. Erfitt var að velja sigurvegara en hlutskarpastir urðu Gestur Alexander, Ingigerður Sól og Selma. Til vara var valin Veronika Ósk.
Í dag lauk samræmdum könnunarprófum í 9. bekk. Eins og þið hafið eflaust séð í fréttum gekk íslenskuprófið sem var á miðvikudaginn mjög brösulega og enskuprófið í dag einnig. Allir náðu þó að klára stærðfræðiprófið í gær. Nemendur sýndu mikinn þroska með þolinmæði sinni og þrautseigju gagnvart þessum aðstæðum. Við ákváðum í ár að bjóða upp á slökun fyrir nemendur fyrir hvert próf í umsjón Önnu Margrétar og eftir próf fengu nemendur léttar veitingar. Okkur fannst það heppnast vel.
Í næstu viku verður árshátíð skólans. Árshátíð 1. - 6. bekkjar verður miðvikudaginn 14. mars klukkan 18:00 á Fosshóteli Stykkishólmi. Árshátíð 7. - 10. bekkjar verður 15. mars klukkan 18:30. Miðaverð er eftirfarandi:

14. mars:
Leikskóli og yngri frítt
1. - 6. bekkur 500 krónur, greitt í skólanum hjá umsjónarkennara í síðasta lagi á hádegi á miðvikudag.
Gestir 1000 krónur, greitt við inngang en athugið að enginn posi verður á staðnum.
Hvert heimili borgar aldrei meira en 2000 krónur

15. mars:
7. - 10. bekkur 3500, greitt í skólanum hjá ritara í síðasta lagi á hádegi á miðvikudag.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena