Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir
Þessi vika hefur verið heldur betur viðburðarík. Við þurftum eins og þið vitið að hólfaskipta skólanum með mjög stuttum fyrirvara. Í stuttu máli gekk það eins og í sögu.
Tilkynningar
Í dag og í gær þreyttu nemendur 7. bekkjar samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði og stóðu sig með prýði. Við erum ánægð með að hafa geta komið þeim fyrir í nýja hólfaskipta skipulaginu okkar á þokkalegan hátt.
Í síðustu viku sögðum við ykkur frá heimanáminu. Það gleymdist að taka það fram að það er fyrir nemendur i 5. - 10. bekk.
Í viðhengi eru upplýsingar sem við vorum beðnar um að koma á framfæri við ykkur um fjarkennslunámskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra.

Í ljósi ástandsins fellur danskennsla niður um óákveðinn tíma. 
Á döfinni
Eftir hádegi í dag og á morgun mun hluti kennara og stjórnenda taka þátt í námskeiði á vegum UTÍS sem snýr að því að auka notkun tölvutækni og nýsköpunar í námi. Við erum reglulega spennt fyrir því.
Í næstu viku munu nemendur 4. bekkjar þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfæði.
Njótið helgarinnar og passið vel upp á ykkur og hafið það notalegt með börnunum ykkar
Berglind og Lilja Írena