Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Tilkynningar 
 
Í vikunni var samþykkt heimanámsstefna á fundi skóla- og fræðslunefndar. Við viljum því biðja ykkur um að kynna ykkur hana vel. Hana er að finna inni á þessari krækju: https://grunnskoli.stykkisholmur.is/library/Skrar/ymislegt/Heiman%c3%a1msstefna.pdf? 
 
Á sama fundi var samþykkt að breyta dvalartíma Regnbogalands þannig að foreldrar hafi val um annað hvort til kl. 15 eða til kl. 16:00. Þetta gerum við vegna breytinga á tímasettum sem gerðar voru fyrir þetta skólaár. Einnig var samþykkt að foreldrar/forráðamenn geti haft vistunartíma til 16:15. Að lokum geta foreldrar/forráðamenn valið um þrjá daga eða fimm daga. Þessi breyting um ganga í gildi um næstu áramót. Við vonum að fólk kunni að meta þessa auknu þjónustu.  
 
Á döfinni  
 
Eins og ykkur er eflaust kunnugt hefur sóttvarnarlæknir sent heilbrigðisráðherra minnisblað um  sóttvarnarreglur sem taka eiga gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Við munum senda ykkur tölvupóst þegar við vitum hvernig skólastarfinu skal háttað.   
 
Að lokum viljum við vekja athygli á eftirfarandi leik sem verður um helgina í tilefni af Degi íslenskrar tungu:  
 
Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. 
 
Í tilefni af honum skorar Stykkishólmsbær á íbúa að taka þátt og setja orð í glugga líkt og gert var við bangsa fyrr á árinu. Veljum okkar uppáhalds orð sem eru jákvæð, fyndin, skrýtin, skemmtileg eða forvitnileg. Höfum letrið stórt og læsilegt svo auðvelt sé að lesa í hæfilegri fjarlægð. 
 
Skorum á íbúa að koma orðinu í glugga fyrir eða um helgina þannig að fjölskyldur geti farið saman í orðafjársjóðsleit um helgina.Gaman væri ef íbúar með annað móðurmál en íslensku kynntu sitt mál og hengdu orð út í glugga með íslenskri þýðingu. 
 
Fyrir þá sem ekki geta prentað má alltaf teikna orðið á blað eða óska eftir aðstoð við útprentun á opnunartíma Amtbókasafnsins sem er þriðjudaga til föstudaga frá 14-17 og tilvalið að ná sér í góða bók í leiðinni. Gengið er inn um bókasafnið baka til eða við Vatnsásinn. 
 
Leikum okkur með orðin í tungumálinu! Hér geta áhugasamir prófað nýjan leik sem gengur út á að para orð og merkingu. Leikurinn Spagettí var gerður fyrir tilstuðlan Vina Árnastofnunar og er aðgengilegur á nýjum vef sem er hannaður fyrir börn og ungmenni: 
 
krakkar.arnastofnun.is/spagetti 
 
Góða helgi ?  
Berglind og Lilja Írena