Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Enn og aftur stóðum við frammi fyrir breytingum og var stærsta áskorunin að finna leið til þess að hafa nemendur í 7. - 10. bekk áfram í íþróttahúsinu ásamt því að íþróttastarf hjá Snæfelli færi af stað. Okkur fannst ekki ganga að senda nemendur okkar í fyrrgreindum bekkjum á einn staðinn enn. Það var því úr að á hverjum degi eru borð og stólar fjarlægðir og raðað upp aftur eftir æfingar hjá Snæfelli. Þessa útfærslu verðum við að hafa fram til 2. desember.  
 
Tilkynningar 
 
Starfsfólkið í Regnbogalandi er orðið svo vant því að þrífa snertifleti eftir daginn að þau eru tilbúin að opna aftur á að starfið verði til kl. 16. Frá og með mánudeginum verður því opið í Regnbogalandi til kl. 16.  
 
Með nýjustu endurskoðun á sóttvarnareglum sjáum við tækifæri til þess að opna aftur á sund hjá 1. - 4. bekk. Þið munuð fá nánari útlistun á því hvaða daga þau fara í sund frá umsjónarkennurum.  
 
Á döfinni  
 
Undanfarið hefur hópur á vegum Stykkishólmsbæjar fundað vegna atburða sem jafnan eru í desembermánuði. Rætt hefur verið um útfærslur á þeim og munum við kynna þær fyrir ykkur fljótlega.  
 
Njótið helgarinnar ?  
 
Berglind og Lilja Írena