Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Lífið í skólanum gengur sinn vanagang með COVID skipulaginu. Við finnum þó nokkuð fyrir því að það er minna í gangi varðandi uppákomur og þess háttar. Við sjáum hins vegar fram á bjartari tíma hvað það varðar þegar nær dregur jólum og vonum að við getum verið með eins eðlilega aðventu og hægt er fyrir nemendur.  
 
Í vikunni fengu nemendur gefins endurskinsmerki sem var samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Samgöngustofu og Sjóvá . Við viljum minna á notkun þeirra núna þegar svartasta skammdegið er gengið í garð.  
 
Á döfinni  
 
Þriðjudaginn næsta 1. desember munu nemendur í 1. - 4. bekk fara í Hólmgarðinn. Þar mun 1. bekkur tendra á jólatrénu og sungin verða jólalög.  
 
Ákveðið hefur verið að hafa kirkjuferðina þar sem 3. bekkur flytur helgileik þriðjudaginn 15. desember.  Hvort við getum boðið foreldrum að koma og horfa er ekki ljóst á þessari stundu. 
 
Að lokum er komið að endurskoðun á reglum um sóttvarnir núna um mánaðarmótin. Við munum upplýsa ykkur um leið og línur skýrast.  
 
Gleðilega aðventu ?  
 
Berglind og Lilja Írena