Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Núna á aðventunni höfum við reynt eftir fremsta megni að vera með eins jólalegt og hægt er. Aðstæður eru hins vegar mismunandi hjá skólastigunum okkar. Fastir liðir um aðventu eins og bókakynning, jólaþemadagar, bakstur, jólaföndur, skreytingar og slíkt hefur verið í flestum ef ekki öllum bekkjum.  
 
Tilkynningar 
 
Við viljum minna á jólalestina sem mun verða á ferðinni á morgun laugardag. Sjá betur hér: https://stykkisholmur.is/frettir/stok-frett/2020/12/10/Jolalest-Tonlistarskolans-a-ferdinni-naestu-helgi/  
 
Á döfinni  
 
Á þriðjudaginn mun 3. bekkur venju samkvæmt sýna helgileik í Stykkishólmskirkju. Vegna takmarkana munu foreldrar ekki geta mætt í þetta skiptið. Til þess að koma til móts við foreldra munum við með einhverjum hætti koma upptöku til ykkar. Ég veit að það er búið að dragast lengi að senda ykkur upptöku af dansinum en trúið mér við erum búin að vera að vinna í því allan þennan tíma að finna lausnir. Það er svolítið djúpt á þeim þegar hugað er að persónuvernd.  
 
Litlu jólin verða svo haldin með misjöfnu sniði hjá bekkjunum þetta árið. 1. - 4. bekkur verður saman og mun dansa í kringum jólatréð í holinu við anddyrið. Kannski munu þeir rauðklæddu mæta á svæðið. Hver veit.  
 
5. og 6. bekkur munu vera í sínum stofum og fáið þið sent um þeirra skipulag frá kennurum þeirra.  
 
7. - 10. bekkur mun vera með jólaball og jólagleði í íþróttahúsinu. 
 
Vonum að þið eigið notalega helgi ?  
 
Berglind og Lilja Írena