Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Nú er skólastarf komið á fullt og mikið er gaman að sjá alla nemendur koma aftur inn í skólann á morgnana í hefðbundið skólastarf. Skólastjóri fór og hitti nemendur í 5. - 10. bekk og var ekki annað á þeim að heyra en að þau væru ánægð að vera komin til baka. Við vonum að þetta haldi áfram svona og við fáum ekki annað bakslag. Ef svo er þá tökum við á því.
Tilkynningar
Eftir að hafa skoðað vel hvernig við getum komið upptöku af dansinum til ykkar hefur það komið í ljós að hún er of löng. Þá er ekki með góðum hætti hægt að stytta hana. Okkur þykir þetta leitt en við erum mikið búin að reyna með aðstoð góðs fólks auk þess sem við höfum borið okkur saman við aðrar stofnanir Stykkishólmsbæjar. Við munum halda áfram að skoða hvaða leiðir eru færar fyrir okkur.
Á döfinni
Fram undan eru foreldra- og nemendasamtöl. Þau verða miðvikudaginn 20. janúar. Við viljum biðja ykkur um að lesa vel tölvupóst sem mun berast ykkur í byrjun næstu viku.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena