Kæru vinir
Það var mjög skemmtilegt þegar bárust af því fréttir að hægt væri að fara á skautasvell við flugstöðina. Einhverjir nemendur hafa verið þar að skauta sem er bara mjög gott. Okkur barst ábending um það hvort ekki væri gott að minna á hjálmana og viljum við því gera það hér og nú.
Þá hefur borið á því að nemendur séu að koma með litlar hurðasprengjur í skólann. Við viljum biðja ykkur um að ræða það heima fyrir að slíkt á eingöngu að vera með heima en ekki í skólanum.
Á döfinni
Við minnum á foreldra- og nemendasamtölin sem verða á miðvikudaginn kemur 20. Janúar. Þið fáið send fundarboð frá umsjónarkennurum í síðasta lagi á þriðjudaginn.
Það er rétt að taka það fram að miðvikudagurinn 20. janúar þegar foreldra- og nemendasamtölin verða er ekki skipulagsdagur. Það er því reiknað með að nemendur séu með foreldrum sínum í samtalinu. Ef einhverra hluta vegna barnið getur það ekki þá þarf að tilkynna forföll hjá nemendum eins og um venjulegan skóladag sé að ræða. Okkur þykir mikilvægt að nemendur séu með í því samtali sem kennari á við foreldra svo hann sé meðvitaður um samstarf heimilis og skóla en einnig gerum við ráð fyrir að nemandinn sé virkur þátttakandi í samtalinu.
Þá langar okkur að biðja ykkur um að virða þær tímasetningar sem umsjónarkennarar úthluta ykkur. Tímasetningarnar eru valdar með það í huga að foreldrar geti sótt samtöl vegna systkina í röð og því getur verið heldur betur flókið að breyta. Ef tímasetningin kemur alls ekki til greina þá verðið þið í sambandi og við reynum að finna lausn.
Við vonum að dagurinn muni ganga vel ?
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena