Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Gleðilegan bóndadag! 
 
Við vorum aldeilis í skýjunum með foreldra- og nemendasamtalsdaginn. Hann gekk vonum framar og munum við örugglega taka eitthvað af því með okkur til framtíðar. Við þökkum ykkur enn og aftur fyrir ykkar þátt í deginum.  
 
Tilkynningar 
 
Við vorum beðin um að áframsenda upplýsingar frá Félagsmálaráðuneytinu fyrir tekjulágar fjölskyldur varðandi tómstundastyrk. Sjá viðhengi. 
 
Á döfinni 
 
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hefur ráðið Hrönn Baldursdóttur í 20% stöðu náms- og starfsráðgjafa. Í viðhengi er kynning frá henni til ykkar.  
 
Við vonum að þið eigið ánægjulega helgi :-)  
 
Berglind og Lilja Írena