Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Lestrarátakinu lauk í vikunni með uppskeruhátíð. Við vonum að nemendur hafi haft gagn og gaman af.  
 
Tilkynningar 
 
Við stjórnendur höfum ákveðið að leyfa einstaklingum að koma inn í skólann og vinna með nemendum. Þetta eru verkefni sem hafa verið undanfarin ár eins og núna í vikunni kom Þorgrímur Þráinsson með fyrirlestur sinn í 10. bekk. Við viljum ekki taka þetta af nemendum okkar sem eins og þið vitið hafa upplifað mjög skrítinn vetur í skólanum. Þá mun Dóri DNA koma og vinna með nemendum í 5. - 10. Bekk í skapandi skrifum. Það verkefni er eins og undanfarin ár samstarfsverkefni við stjórn Júlíönuhátíðar.  
 
Á döfinni 
 
Skipulagsdagur verður þann 8. febrúar. Þá munum við fá til okkar Önnu Steinsen frá KVAN. Hún mun vinna með kennurum í svokallaðri Verkfærakistu. En það er hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað fagfólk til að vinna með einstaklinga og hópa í samskipta- og félagslegum vanda. Sjá nánar hér: https://kvan.is/product/Verkf%C3%A6rakistan 
 
Að lokum viljum við minna á fræðslu Heimilis og skóla sem verður mánudaginn 1. febrúar kl. 18 í fjarfundi.  
 
Góða helgi  
Berglind og Lilja Írena