Kæru vinir
Við þökkum Dóra DNA kærlega fyrir komuna og vonum að nemendur hafi haft gagn og gaman að vinnunni með honum. Þá þökkum við stjórn Júlíönuhátíðar fyrir samstarfið.
Tilkynningar
Nú er loksins komið að því að við tökum á móti fulltrúum Menntamálastofnunar vegna ytra mats. Matsmenn munu sitja vettvangsathuganir í tímum hjá kennurum. Þá munu verða tekin viðtöl við nemendur, foreldur, almennt starfsfólk, kennara, skólaráð og stjórnendur.
Smá fróðleikur um ytra mat: Allir skólar fá innra og ytra mat. Innra mat er það sem starfsfólk innan skólans metur gæði starfsins, við köllum það yfirleitt sjálfsmat. Ytra mat er þegar utanaðkomandi aðilar meta gæði skólastarfsins, í þessu tilviki Menntamálastofnun. Við höfum ekki val um þetta mat en það er okkur að kostnaðarlausu, hins vegar fá skólar ekki mikinn fyrirvara á því hvenær röðin kemur að þeim. Við kjósum um fram allt að líta á þetta sem tækifæri og hlökkum til að fá metið það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.
Á döfinni
Fræðsla Heimilis og skóla frestaðist til næsta mánudags 8. febrúar kl. 18. Hérna kemur krækja inn á fyrirlesturinn: https://zoom.us/j/91887738927?pwd=SWxtSll0V2JhbkxVU0tURUNLT1FjUT09
Meeting ID: 918 8773 8927
Passcode: 51661
Hafið það sem allra best um helgina ?
Berglind og Lilja Írena